Föstudagur á ný og vikufrí framundan

Hæ,

Ég var þó nokkuð persónulegur í blogginu síðast, en þetta er mitt blogg og ég skrifa það sem ég vill.
Ég þakka yndisleg komment og e-mail sem ég fékk í kjölfarið.

Mér líður mjög vel og held að seinasta blogg hafi verið pínu terapía fyrir mig, því mér leið vel á eftir. Það er svo mikilvægt að skrifa niður það sem maður er að hugsa.

Nú er kominn föstudagur á ný og svo er frí í næstu viku því að nú er haustfrí og það er ávalltí 42. viku hér í henni Danmörku. Börnin koma til mín á miðvikudag og ég ætla að reyna að plana eitthvað með þeim og þarf því að vera duglegur að lesa þangað til.

Ég fór á körfuboltaæfingu í gær og græddi tvær risablöðrur á tvær tær, en mikið skelfing var gaman. Ég er núna búinn að finna sportið sem ég ætla að stunda í vetur. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum og íþróttahúsið er rétt hjá mér.
Ég var áberandi lélegastur þarna í gær, en skemmti mér svo vel. Við hlupum í 90 mínútur liggur við án þess að stoppa og ég var svo þreyttur þegar ég kom heim.
Hrikalega gaman, en vá hvað ég er lélegur að lesa leikinn og koma mér í stöðu. Ég hef reyndar alltaf átt erfitt með slíkt í hópíþróttum. Handboltinn er kannski skástur því þar eru stöður nokkuð fastari en í fótbolta eða körfu. Þetta kemur sjálfsagt.

Jamm, nú þarf ég að fara heim og taka til og koma saman einhverju til að borða fyrir þá sem koma til mín annað kvöld. Ég ætla að hafa mexíkanskt þema og vel sterkt þvi þár er meira drukkið ;)

Sjáumst síðar.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hí, hí - góða skemmtun í kvöld. Vona að þetta sé ekki of sterkt hjá þér:)
Og hafðu ekki áhyggjur af því að vera of persónulegur - ég þekki fáa sem eru jafn opnir og þú og það er sennilega þess vegna sem ég elska þig.

Góða helgi, Inga
Nafnlaus sagði…
Hæ Arnar,
rakst inná bloggið þitt alveg óvart í einhverju sörfi um netið. Mun fylgjast með hvað er að gerast hjá þér framvegis ;) Enginn friður fyrir manni :)
Kv. Agla (ef þú mannst ekki alveg þá var ég að vinna með þér hjá Frisk)

Vinsælar færslur